Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 13.04 2024 - 09:05

Matthías og Kalda stríðið

Matthías Johannessen sætti löngum árásum vinstri manna. Hann galt þess sem skáld og rithöfundur að vera ritstjóri Morgunblaðsins og stuðningsmaður vestræns samstarfs. Árið 1963 valdi hann bók sinni, Hugleiðingum og viðtölum, einkunnarorð úr frægu ljóði Stephans G. Stephanssonar, „Og lífsins kvöð og kjarni er það að líða/og kenna til í stormum sinna tíða.“ Þá hreytti […]

Þriðjudagur 09.04 2024 - 07:27

Matthías, Bjarni og Laxness

Þegar líður að forsetakjöri, má rifja upp sögu, sem minn góði vinur Matthías Johannessen, sem nú er nýlátinn, sagði stundum. Árið 1967 var vitað, að Ásgeir Ásgeirsson forseti myndi ekki gefa kost á sér til kjörs árið 1968, en tengdasonur hans, Gunnar Thoroddsen sendiherra, hafði að sögn hug á embættinu. Um haustið var rætt um […]

Þriðjudagur 09.04 2024 - 07:27

Blaðamaðurinn Matthías Johannessen

Matthías Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins 1959–2000, var ekki aðeins blaðamaður, heldur líka skáld, en átti erfitt uppdráttar framan af vegna ítaka kommúnista í íslensku menningarlífi, en þeim voru honum fjandsamlegir vegna eindregins stuðnings Morgunblaðsins við vestrænt varnarsamtarf. Þegar fyrsta ljóðabók Matthíasar, Borgin hló, kom út 1958, sögðu gárungar á vinstri væng, að höfundur hefði farið nærri […]

Þriðjudagur 09.04 2024 - 07:26

Ritstjórinn Matthías Johannessen

Með Matthíasi Johannessen er genginn einn merkasti blaðamaður tuttugustu aldar á Íslandi. Hann var aðeins 29 ára, þegar hann varð ritstjóri Morgunblaðsins árið 1959, og gegndi því starfi í 41 ár, til sjötugs. Ég kynntist honum á seinni hluta áttunda áratugar. Útvarpsþættir, sem ég hafði séð um, Orðabelgur, höfðu vakið athygli, og Matthías bað mig […]

Þriðjudagur 09.04 2024 - 07:24

Amsterdam, mars 2024

Ég hélt fyrirlestur í Amsterdam 12. mars 2024 á vegum Austrian Economics Center og Nederlands Instituut vor Praxeologie, og var hann um Evrópusambandið árið 2030. Þar rifjaði ég upp, að „feður“ Evrópusambandsins höfðu orðið vitni að getuleysi Þjóðabandalagsins milli stríða til að halda uppi friði og stuðla að frjálsum alþjóðaviðskiptum. Þeir vildu því öflugt ríkjasamband […]

Mánudagur 11.03 2024 - 08:28

Lengi lifir í gömlum glæðum

Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, undirritaði ásamt 345 öðrum starfsmönnum Háskóla Íslands yfirlýsingu 13. nóvember 2023, þar sem lýst var andstöðu við „nýlendustefnu, aðskilnaðarstefnu og þjóðarmorð“ Ísraels í tilefni þess, að Ísraelsher fór eftir árás Hamas liða á Ísrael 7. október inn á Gasa svæðið til að stöðva hryðjuverk samtakanna. Ekki var í yfirlýsingunni […]

Miðvikudagur 06.03 2024 - 06:22

Fríverslunarsinninn Snorri

Hér hef ég bent á þá stefnu Snorra Sturlusonar, að Íslendingar ættu að vera vinir annarra þjóða, en ekki þegnar, og kemur hún gleggst fram í ræðu Einars Þveræings, sem Snorri samdi auðvitað sjálfur. Ég hef líka varpað fram þeirri tilgátu, að sagan af Haraldi blátönn og landvættunum fjórum hafi verið dæmisaga, sem hinn gætni […]

Miðvikudagur 06.03 2024 - 06:21

Sálin gráni ekki

Í leikriti Shakespeares, Rómeó og Júlíu, heldur Capulet gamli dansleik, en þegar hann sér jafnaldra sinn einn taka þátt í dansinum, bandar hann honum frá og segir: „Við erum báðir vaxnir upp úr dansi!“ Þótt ég hafi orðið sjötíu og eins árs í febrúar á þessu ári, get ég ekki sagt, að ég sé vaxinn […]

Miðvikudagur 06.03 2024 - 06:21

Palestínu-Arabar í Danmörku

Hegel sagði í inngangi að Söguspeki sinni, að þjóðir hefðu aldrei lært neitt af sögunni. Sennilega er eitthvað til í þessu. Íslendingar hyggjast nú taka við um 100 hælisleitendum frá Palestínu. Þetta er sami fjöldi og önnur Norðurlönd ætla að taka við til samans (en því til viðbótar taka þau auðvitað við eigin ríkisborgurum). En […]

Miðvikudagur 06.03 2024 - 06:20

Sagnritun dr. Gylfa (5)

Nýlega kvartaði dr. Gylfi Zoëga undan því í málgagni vinstriöfgamanna, Heimildinni, að „margir“ reyndu að skrifa sögu bankahrunsins upp á nýtt. Hann átti aðallega við mig. Í skrifum sínum gerir dr. Gylfi mikið úr varnaðarorðum prófessors Roberts Z. Alibers um bankana vorið 2007. Aliber er þó ekki óskeikull. Hann spáði því í ársbyrjun 2010, að […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir