Fimmtudagur 10.03.2011 - 14:54 - FB ummæli ()

Hálf stjórnarskrá

Í dag er 10. mars. Og það rann skyndilega upp fyrir mér að ef kosningin til stjórnlagaþingsins hefði ekki verið úrskurðuð ógild af hæstaréttardómurunum sex, þá gæti vel verið að við værum nú að verða um það bil hálfnuð með að fá nýja stjórnarskrá.

Því stjórnlagaþingið átti jú að taka til starfa 15. febrúar síðastliðinn, og starfa í tvo mánuði. Fram í miðjan apríl.

Þó vissulega hafi verið möguleiki á að þingið starfaði í tvo mánuði til viðbótar. Og það er ekki óhugsandi að það hefði þurft að nota þann tíma.

En samt … starfinu væri hvað sem því líður þegar farið að miða býsna vel áleiðis, það þori ég að veðja. Þetta var vinnusamur hópur, sem kosinn hafði verið á þingið, það get ég vottað!

Og allir voru staðráðnir í að vinna bæði fljótt – og vel.

En hæstaréttardómararnir komu sem sagt í veg fyrir það, og nú vitum nú svo sem ekkert hvenær við fáum hina langþráðu nýju stjórnarskrá.

Kannski sumir séu voða fegnir að hin ægilega kosning skuli hafa verið úrskurðuð ógild?

En ég verð að viðurkenna að ég sé heilmikið eftir því starfi sem nú gæti verið búið að vinna – og hefði verið unnið, ef hæstaréttardómararnir hefðu ekki úrskurðað á þann veg sem þeir gerðu.

Tæplega hálf stjórnarskrá – það hefði verið gaman!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!