Færslur fyrir mars, 2011

Laugardagur 19.03 2011 - 11:02

Bætur fyrir glataða æsku ná ekki mánaðarlaunum skilanefndarmanns

Áratugum saman var einn svartasti bletturinn á íslensku samfélagi hvernig við höfðum farið með þau börn sem lentu af öllum mögulegum ástæðum á upptökuheimilum ríkisins. Breiðuvík og fleiri stöðum. Þar viðgekkst sannkallaður hryllingur, og við létum það viðgangast. Þegar árið 1982 kom t.d. út bók þar sem viðbjóðnum í Breiðuvík var lýst í smáatriðum. „Stattu […]

Þriðjudagur 15.03 2011 - 20:29

Að skipta litum

Fyrr í dag birti ég þessa færslu hér á blogginu. Þetta er makalaust brot úr heimildarmynd um mauralíf, og sýnir hvernig mauraborg er byggð í raun og veru. Hérna er svo öll þessi mauramynd. Endilega horfið á þetta frekar en umræður frá Alþingi. Það er svo sannarlega ekki ætlunin að þessi bloggsíða verði helguð dýralífsvídeóum, […]

Þriðjudagur 15.03 2011 - 11:36

Furðuborg

Ég má til með að vekja athygli á þessu hér. Þetta er partur úr heimildarmynd um maura, og kvikmyndagerðarmennirnir tóku sér fyrir hendur að hella steypu niður í maurabú til að komast að því hvernig það lítur út í raun og veru. Þegar steypan var þornuð, þá var búið grafið upp. Og það sem kom […]

Mánudagur 14.03 2011 - 18:13

Hvers vegna þessi laun?

Í „góðærinu“, þá var okkur sagt að yfirmenn fjármálafyrirtækja og bankastjórnendur á Íslandi væru svo svakalega færir í sínu starfi að það dygði ekki annað en borga þeim margar milljónir á mánuði í laun. Í ljós kom að það var ekki rétt. Núna kemur á daginn að það fólk sem situr í slitastjórnum bankanna gömlu […]

Sunnudagur 13.03 2011 - 14:05

Krónan í kennitöluflakk?

Ekki sá ég Silfur Egils áðan. Yfirleitt horfi ég á það þegar það er endurtekið á kvöldin. En mér skilst að Lilja Mósesdóttir hafi þar lagt til, til að leysa hin íslensku efnahagsvandamál, að skipta um nafn á krónunni! Fjárfestar hefðu svo lélegt minni, að fyrr en varði myndu þeir ekki fatta að „íslenska evran“ […]

Föstudagur 11.03 2011 - 14:04

130 milljónir handa mávunum að skíta á!

Ég horfði eiginlega alveg orðlaus á þessa frétt í sjónvarpinu í gær. Núna er verið að eyða 130 milljónir í skrautið á þakið á tónlistarhúsinu við höfnina. Tónlistarhúsið sem var skírt því pempíulega nafni Harpa, en mér finnst ennþá að eigi að heita Hruni. Því þótt þarna verði vonandi framin hin fegursta tónlist í framtíðinni, […]

Fimmtudagur 10.03 2011 - 14:54

Hálf stjórnarskrá

Í dag er 10. mars. Og það rann skyndilega upp fyrir mér að ef kosningin til stjórnlagaþingsins hefði ekki verið úrskurðuð ógild af hæstaréttardómurunum sex, þá gæti vel verið að við værum nú að verða um það bil hálfnuð með að fá nýja stjórnarskrá. Því stjórnlagaþingið átti jú að taka til starfa 15. febrúar síðastliðinn, […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!