Miðvikudagur 20.04.2011 - 14:21 - FB ummæli ()

Stolt yfir vitleysunni?

Ég var að horfa í gærkvöldi á heimilarmyndina The Inside Job.

Um efnahagskreppuna sem gekk yfir heiminn haustið 2008 og varð til þess að íslenska bankakerfið hrundi.

Enda búið að reisa bankana hátt til himins þótt undirstöðurnar væru engar – sem til kom.

Snilld íslenskra bankamanna, sem við vorum farin að trúa á, hún reyndist í því fólgin að taka lán.

Og snilld íslenskra stjórnmálamanna, Davíðs og félaga, var í því fólgin að sleppa peningaöflunum lausum, og útrásarvíkingunum.

Sagan um Ísland var formáli að myndinni The Inside Job.

Við erum svo skrýtin Íslendingar, að það lá við að maður fyndi kvikna í brjóstinu örlítinn vott af hinu forsmáða þjóðarstolti yfir því hvað „okkur“ var gert hátt undir höfði í myndinni.

Já – pólitíkusarnir okkar höfðu sannarlega slegið met í vanhæfni og vitleysu og ofdirfsku og yfirlæti!

Takk Davíð!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!