Fimmtudagur 28.04.2011 - 08:46 - FB ummæli ()

Bara þeim sjálfum að kenna!

Þessi frétt hér, sem Eyjan birtir eftir frétt Viðskiptablaðsins, er stórmerkileg.

Og verður vonandi til þess að eitthvað breytist.

Sjö af hverjum tíu forkólfum í íslensku viðskiptalífi telja viðskiptalíf einkennast af siðleysi.

Ég mundi halda að þetta væri þá eitthvert mesta vandamál sem íslenskt viðskiptalíf á við að stríða.

Því bissnissmennirnir geta engum um kennt, nema sjálfum sér.

Þeir geta ekki kennt ríkisstjórninni um.

Ekki útrásarvíkingunum eða öðrum fyrri hrunverjum.

Þessir aðilar bera ábyrgð á sínum verkum, en siðleysi í íslensku viðskiptalífi núna – vorið 2011 – er ekki þeim að kenna.

Það jákvæða við þessa könnun er að kaupsýslumennirnir kannast greinilega við vandamálið.

Og það ættu þá að vera hæg heimatökin að leysa það.

Er það ekki?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!