Laugardagur 30.04.2011 - 20:12 - FB ummæli ()

Þökkum fyrir hrunið!

Stundum blöskrar manni gjörsamlega yfir því hve óforskammaðir menn geta verið.

Nú hefur Friðrik Sophusson verið að kvarta og kveina (sjá hér) undan því í viðtali við eitthvert Heimdallarblað að frjálshyggjunni sé kennt um hrunið.

Og hann þykist ekkert vita hvað nýfrjálshyggja er!

Æ, Friðrik!

Má ég benda þér til dæmis á þessa grein sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson baráttufélagi þinn skrifaði árið 2004?

Sjáðu!

„Kraftaverkið á Íslandi“ – hvorki meira né minna!

Og þarna kemur skýrt og greinilega fram að allt það sem hefur verið gert á Íslandi, og það sem þá stóð til að gera á vegum hins mikla og ástsæla leiðtoga, það var framkvæmt nánast að beinni skipan guðanna á Ólympstindi … eða í Vínarborg, eða í  Chicago, eða hvar þeir héldu sig, þeir miklu menn.

Sérstaklega athyglisverð er sú setning Hannesar þar sem gefið er til kynna hvað næst eigi að gera.

Einkavæða menntakerfið og heilbrigðiskerfið.

Einkavæða Ríkisútvarpið.

Einkavæða veitustofnanir og önnur þjónustufyrirtæki.

Einkavæða orkufyrirtæki.

Einkavæða virkjanir.

Styrkja einkaeignarákvæði á auðlindum.

Læsa klónum í lífeyrissjóðina.

Með orðum Hannesar:

But much remains to be done. The health and education systems are publicly operated, and so are the utilities, some broadcasting stations, and the hydro-electric power system. People close to Mr. Oddsson believe that two priorities are cutting the individual income tax and clarifying and strengthening private property rights, both to capital and natural resources. For example, many companies in Iceland, especially in agriculture, have no clearly defined owners, having initially been established as cooperatives. Also, while the pension funds were successfully restructured to ensure their financial health, the public has neither much say in their operations nor a choice about them.“

En nú kannast Friðrik ekki neitt við neitt.

Af hverju þurfum við endalaust að sitja uppi með þessa sömu menn sem öllu eru búnir að klúðra?

Það má líklega þakka fyrir að þessir loftkastalar þeirra frjálshyggjumannanna skyldu hrynja áður en allt þetta komst í framkvæmd!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!