Færslur fyrir apríl, 2011

Laugardagur 16.04 2011 - 11:13

Þjóðaratkvæðagreiðslu strax!

Allt frá því að ég man eftir mér hefur Landssamband íslenskra útvegsmanna hagað sér eins og ríki í ríkinu. Og oft farið fram með frekju og yfirgangi. Aldrei þó eins og núna. Til að reyna að sporna gegn því að ríkisstjórnin hreyfi eitthvað við fiskveiðistjórnarkerfinu, þá hefur LÍÚ spennt Samtök atvinnulífsins  fyrir vagn sinn eins […]

Föstudagur 15.04 2011 - 12:00

Afi dansar – og hvílíkur dans!

Hér á heimilið er farið að venja komur sínar svolítið barnabarn. Þessi líka ljómandi fína stúlka. Maður reynir náttúrlega að skemmta barninu eins og best maður kann. En ég verð að játa algjöran vanmátt minn andspænis ofur-afanum Hasan Baba. Sá kann að skemmta barnabörnunum. Eða að minnsta kosti sjálfum sér.

Fimmtudagur 14.04 2011 - 22:02

Á dýravernd heima í stjórnarskrá?

Stjórnlagaráðið er komið af stað með alvöru umræður. Í fyrramálið hefja tveir af þremur undirbúningshópum samræður sínar um margvísleg þau mál sem við munum þurfa að taka afstöðu til. Þar á meðal verður á morgun byrjað að fjalla um hin mikilvægu auðlindamál og mannréttindakaflann. Ég hef verið að velta einu svolítið fyrir mér. Nú er […]

Fimmtudagur 14.04 2011 - 11:08

Að tala við þjóð sína

Ólafur Ragnar Grímsson forseti hefur verið í viðtali hjá Bloomberg fréttastofunni. Fyrst skammaði hann hin alþjóðlegu matsfyrirtæki, og margir hafa vafalaust kinkað kolli. Það er illt að bera mikla virðingu fyrir þessum fyrirtækjum, eftir reynslu okkar Íslendinga af þeim í „góðærinu“ og hruninu. En var nú samt akkúrat svona sem akkúrat forsetinn hefði akkúrat átt […]

Miðvikudagur 13.04 2011 - 20:08

Hinn jákvæði neisti

Ég er búinn að gera tvær eða þrjár tilraunir síðustu klukkutímana til að horfa á umræður um vantrauststillögu Sjálfstæðisflokksins gegn ríkisstjórninni. En ég gefst jafnharðan upp. Það er eitthvað næstum hrollvekjandi við þessar umræður. Þið afsakið þó ég segi það. Hrollvekjandi. En má ég í staðinn vekja athygli á þessu hér: Vefsíðu ungs fólks um […]

Þriðjudagur 12.04 2011 - 12:55

Sanngirni

Lars Christensen virðist álíta að nokkuð vel hafi tekist til með efnahagslega endurreisn Íslands. Getum við ekki verið nokkuð ánægð með það? Getum við þá ekki til dæmis hætt að tala eins og hér sé ómöguleg ríkisstjórn sem geri ekki neitt? Þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega ekki verið of vel haldin af hrósi gegnum tíðina. […]

Sunnudagur 10.04 2011 - 16:48

Þá er til einhvers unnið

Mikið væri nú frábært ef Icesave væri endanlega að fjúka út í veður og vind með vindhviðunum sem lemja nú utan hús í Reykjavík. En svo gott er það nú ekki. Við munum sitja uppi með málið enn um sinn. Af því sem gerst hefur, af því eigum við að draga lærdóm, hvert fyrir sig. […]

Laugardagur 09.04 2011 - 23:59

Skortir þau vængi?

Viðbrögð íslenskra stjórnmálaleiðtoga við þeim miklum tíðindum að Icesave-samningnum hafi verið hafnað eru óðum að breytast í sama steingelda flokkspólitíska karpið og venjulega. Ég er svolítið hissa á því, ég verð að viðurkenna það. Ég hélt að þau myndu nota tækifærið og hefja sig upp úr forinni. En kannski skortir þau vængi.

Laugardagur 09.04 2011 - 22:42

Við getum farið!

Sjónaukinn Kepler, sem sendur var út í geim fyrir tveim árum, er nú heldur betur farinn að senda heim merkilegar fréttir. Á skömmum tíma hefur Kepler fundið mörg hundruð plánetur af öllum stærðum og gerðum, sem ganga kringum tugi sólstjarna í nágrenni við sólkerfið okkar. „Í nágrenni“ er vissulega afstætt hugtak, því um er að […]

Laugardagur 09.04 2011 - 16:08

Horfið af brúninni

Maður heyrir við hverjar einustu alþingiskosningar að þær séu gríðarlega mikilvægar fyrir land og þjóð. Oft hefur nú samt reynst skipta litlu hvernig fer í alþingiskosningum. En þjóðaratkvæðagreiðslan nú skiptir mjög miklu máli, því er ekki að neita. Því hvet ég alla til að drífa sig á kjörstað. Ef mjög mjótt verður á munum, þá […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!