Þriðjudagur 17.05.2011 - 12:12 - FB ummæli ()

Virðing Alþingis?!

Ég leyfi mér að benda fólki á að lesa þennan pistil Agnars Kristjáns.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hefur áhyggjur af því að orðljótir þingmenn rýri álit Alþingis.

Bersýnilega á hún við Þráin Bertelsson.

Því þingmenn hafa hingað til fengið að vaða uppi með allskonar sóðakjaft án þess að þingforseti hafi séð ástæðu til að gefa um það sérstakar yfirlýsingar.

Fyrr en núna að Þráinn tók allsterkt til orða.

Vissulega er ég á því að þingmenn ættu helst ekki að vera dónalegir.

En ástæður þess að fólk ber ekki lengur virðingu fyrir Alþingi eru þó aðrar en þær að Þráinn Bertelsson hafi skeytt saman kúm og fasistum.

Þessar ástæður eru margar og alvarlegar.

Og Agnar Kristján telur þær allar samviskulega upp.

Ég tek undir hvert orð.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!