Sunnudagur 29.05.2011 - 14:26 - FB ummæli ()

Hvað á að gera við kirkjuna?

Á morgun förum við í A-nefnd stjórnlagaráðs að ræða það ákvæði í núgildandi stjórnarskrá, þar sem kveðið er á um þjóðkirkju.

Þá blasa strax við tvær spurningar.

Á eða má íslenska ríkið styrkja og styðja eitt trúfélag umfram önnur – sem virðist óneitanlega vera hægðarleikur að túlka sem það sé andstætt ákvæði stjórnarskrár um algjört trúfrelsi?

Og er yfirleitt ástæða til að fjalla um trúfélög í stjórnarskrá?

Mér, og vafalaust okkur öllum, þætti mikill fengur í að fá álit sem flestra fyrir umræðurnar sem byrja á morgun. Ég hef grun um að það séu nokkuð skiptar skoðanir um málið í A-nefnd, en við erum öll ákveðin í að reyna að geta þetta vel, og taka tillit hvert til annars.

Endilega punktið hér niður álit ykkar.

Ég veit að mörgum verður heitt í hamsi þegar trúmál eru annars vegar, en gætið samt að öllum almennum kurteisisreglum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!