Þriðjudagur 28.06.2011 - 19:32 - FB ummæli ()

Svívirðileg ákvörðun sýslumanns

Hver maður er saklaus þar til sekt hans er sönnuð.

Þetta er góð, gild og nauðsynleg regla sem hafa verður í heiðri í sérhverju réttarríki.

En að sýslumaðurinn á Selfossi telji fram þessa reglu til að réttlæta þá ákvörðun sína að láta ganga lausan barnanauðgara í Vestmannaeyjum, það er svívirða.

Að teknu tilliti til allra málsatvika.

Sýslumaðurinn er bersýnilega úti að aka, og er þá mjög vægt að orði komist.

Hann á að segja þegar í stað af sér.

Hann er greinilega ekki fær um að vernda fólk.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!