Fimmtudagur 30.06.2011 - 21:51 - FB ummæli ()

„Eins og málverk eftir Georg Guðna“

Við Georg Guðni vorum nágrannar upp við Heklu.

Við þekktumst svosem ekkert, en ég fór einu sinni í heimsókn til hans inn í hraunið þar sem hann var ásamt fjölskyldu sinni að reisa sér bústað í berangurslegu hrauninu, og fékk höfðinglegar viðtökur.

Myndir hans af íslenskri náttúru voru stórmerkilegar.

Þær voru bæði þannig að maður rak í rauninni upp stór augu þegar maður sá þær fyrst.

„Hefur virkilega engum dottið í hug að mála náttúruna svona áður?“ hugsaði maður. „Það er jú svona sem íslensk náttúra lítur út. Nákvæmlega svona.“

En um leið voru höfundareinkenni verka hans svo sterk að málverkin hans hafa fært sig yfir í náttúruna, og að sumu leyti næstum því yfirtekið hana.

Svo nú hugsar maður stundum þegar maður horfir á náttúruna: „Þetta er eins og málverk eftir Georg Guðna.“

Það er mikil synd að við skulum ekki fá að sjá málverkin sem hann átti eftir að mála.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!