Fimmtudagur 30.06.2011 - 18:53 - FB ummæli ()

Hof er fallegra en Harpa!

Stuðlaberg er náttúrlega að verða hálfgerð klisja í íslenskum arkitektúr.

Þegar ég sannfrétti að útlit menningarhússins Hofs á Akureyri væri byggt á stuðlabergi, þá setti því að mér illan grun.

En nú þegar ég hef séð húsið, þá uppgötva ég mér til undrunar að ég er í rauninni hæstánægður með það.

Það er bara frekar fallegt, og aðallega er ýmislegt skemmtilegt við það.

Hinar hálfopnu hliðar, eða hvað sem á að kalla það, eru til dæmis skemmtileg hugmynd sem ég hef ekki séð áður.

Og Hof hefur það til dæmis fram yfir Hörpu í Reykjavík að inngangurinn er skýr og greinilegur.

Ég uppgötvaði seint og um síðir að partur af ástæðunni fyrir því hvað mér finnst lítið til um Hörpu er sú staðreynd að þar er enginn augljós inngangur.

Ekkert sem býður mann velkominn inn í það hús.

Hof gerir ekki þau mistök.

Akureyringar mega bara vera hinir ánægðustu með Hof, held ég.

Það er altént miklu fallegra en Harpa!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!