Sunnudagur 24.07.2011 - 22:43 - FB ummæli ()

Skemmtilegt!

Ég sá um daginn hluta af Djöflaeyju Friðriks Þór Friðrikssonar, þegar hún var sýnd í sjónvarpinu. Ég hafði ekki séð hana síðan hún var frumsýnd fyrir 15 árum eða hvenær sem það var nú aftur.

Satt að segja varð ég töluvert hissa.

Því mér sýndist þetta vera fjári góð mynd!

Einhvern veginn hafði ég ekki þorað að reikna með því að íslenskar bíómyndir eldist vel.

Nú í kvöld horfði ég svo á Karlakórinn Heklu sem ég hef ekki séð síðan 1992.

Auðvitað var hún að sumu leyti soldið lummó, það er ekkert hægt að neita því.

En í heild var hún samt bara alveg bráðskemmtileg. Kom mjög þægilega á óvart.

Það er greinilega alveg möguleiki að íslensku myndirnar þoli aldurinn bara vel.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!