Mánudagur 25.07.2011 - 14:19 - Lokað fyrir ummæli

Hugmyndafræði kvenóttans?

Þetta hér er verulega góð útlegging Hauks Más Helgasonar á hugmyndafræði morðingjans í Noregi.

Það er ástæða til að fólk lesi þetta vandlega.

Það er auðvitað hart að þurfa að láta það eftir morðhundi að lesa bullið úr honum, en það er mikilvægt að vita úr hvaða jarðvegi svona hryllingsverk geta sprottið.

Bæði últrahægrinu, og hatrinu á fjölþjóðasamfélagi.

En ég tek sérstaklega undir með Hauki Má að það er mjög merkilegt hvað hatrið í garð femínista eða kvenréttindafólks yfirleitt er stór þráður í eiturþvaðri Breiviks.

Ég hef stundum verið að fabúlera það með sjálfum mér að stórum hluta af hugmyndafræði mjög herskárra íslamista sé líklega frekar beint gegn auknum kvenréttindum heima fyrir en vestrænum áhrifum í sjálfu sér.

Og hafa vafalítið ýmsir bent á það, bæði fyrr og síðar.

En hugmyndafræði Breiviks virðist af sama meiði.

Hugmyndafræði kvenhatursins – eða kannski öllu heldur kvenóttans.

– – – – –

Heil og sæl. Ég held að umræður sprottnar af þessari færslu séu orðnar alveg nógu miklar. Segjum þetta gott í bili.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!