Færslur fyrir júlí, 2011

Sunnudagur 10.07 2011 - 22:33

Fínt!

Ánægjulegt er að Össur Skarphéðinsson skuli hafa komið skörulega fram í heimsókn sinni í Palestínu. Sjá hér. Fáar eða engar þjóðir hafa á síðustu áratugum mátt þola aðra eins hörmung og niðurlægingu og þjóð Palestínu. Sumir Palestínumenn hafa gegnum tíðina brugðist við með hryðjuverkum. Við hljótum að fordæma slíkt þegar það lendir á saklausu fólki, […]

Sunnudagur 10.07 2011 - 12:03

Stjórnlagaráð í fótbolta

Í nótt dreymdi mig stjórnlagaráð í fyrsta sinn, svo ég muni. Við nefndirnar þrjár í ráðinu vorum í fótbolta, og í hvert sinn sem einhver nefnd skoraði mark fékk hún að setja eina nýja grein í stjórnarskrána. Þið megið hins vegar treysta því að vinnubrögðin í ráðinu eru töluvert vandaðri en þetta!

Laugardagur 09.07 2011 - 16:15

Sorgleg grein

Ég var að lesa grein Þorsteins Pálssonar um stjórnmálaástandið. Hún birtist í Fréttablaðinu og hér á Vísi.is. Þetta er afar sorgleg grein. Ekki í sjálfu sér vegna skoðana Þorsteins og framsetningar. Ekkert að því. Þorsteinn er skýr maður, og vísast hefur hann rétt fyrir sér að stórum hluta. En það sem er sorglegt er sú […]

Föstudagur 08.07 2011 - 23:14

Óheft net

Þessi frétt hér gladdi mitt gamla hjarta. Að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu teldi að skilgreina ætti netaðgang sem mannréttindi og hluta tjáningarfrelsis. Ennfremur að allir „ættu að eiga rétt á að taka þátt í upplýsingasamfélaginu og ríki heims bera ábyrgð gagnvart þegnum sínum að tryggja aðgang að netinu“, eins og segir í nýrri skýrslu samtakanna. […]

Miðvikudagur 06.07 2011 - 22:37

Með hroka

Ekki veit ég hver ráðleggur Lýð Guðmundssyni um það hvernig hann eigi að tala þjóðina á sitt band. Því það og ekkert annað er hann vitaskuld að gera með grein sinni í Fréttablaðinu í dag. Og væntanlega hefur hann einhverja vel launaða PR-menn sér til ráðleggingar. Sé svo, þá ætla ég hér með að veita […]

Þriðjudagur 05.07 2011 - 13:13

Eitt skref enn

Sumum kann að þykja það svolítið undarlegt uppátæki hjá Baldri Kristjánssyni að upplýsa í líkræðu um kynferðisbrot sem framið var gegn manneskjunni sem hann var að jarða. En hafði verið framið fyrir 65 árum, og nánast engir vissu um. Og nú hefur Baldur kært kynferðisbrotið til barnaverndaryfirvalda, því konan var á fermingaraldri þegar brotið var […]

Mánudagur 04.07 2011 - 18:03

Makalaus lýsing

Pressan birti í dag frétt um merkilega minningargrein sem Páll Scheving Ingvarsson í Vestmannaeyjum skrifaði um látinn vin sinn og félaga, Jóhannes Ágúst Stefánsson. Minningargreinin birtist hérna í heild á Eyjafréttum.is. Þetta er makalaus og mögnuð lesning, sem ég vona að sem flestir lesi. Þessi grein segir okkur meira um lífið á Íslandi en margt […]

Mánudagur 04.07 2011 - 11:04

Síðustu forvöð!

Nú er mánuður þangað til stjórnlagaráð lýkur störfum. Við höfum fengið fjöldann allan af erindum frá fólki og félögum, og höfum tekið afstöðu til þeirra allra með einum eða öðrum hætti. Auðvitað getum við ekki farið eftir öllu, en hvert einasta erindi er gagnlegt. Nú þegar lítill tími er eftir, þá er áríðandi að þeir […]

Sunnudagur 03.07 2011 - 15:44

Töff?

Þegar ég sá um Helgar-Tímann í gamla daga man ég að við skrifuðum langa forsíðugrein um Jim Morrison. Hvernig skyldu gömlu bændurnir sem enn voru tryggustu lesendur Tímans hafa tekið henni? Ég held svei mér þá að við Egill Helgason sem unnum saman á þessu helgarblaði höfum aldrei einu sinni hugleitt hvað lesendum kynni að […]

Föstudagur 01.07 2011 - 14:29

Friðhelgi náttúrunnar

Stjórnlagaráð hefur lagt fram tillögur að ákvæðum um náttúru og auðlindir Íslands. Þar segir á einum stað að náttúra Íslands sé friðhelg. Sjálfsagt munu ýmsir misskilja þau orð, og sumir jafnvel gera sér leik að því að misskilja þau. Og túlka þau þannig að bannað sé að nýta náttúruna, eða hreyfa við henni á nokkurn […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!