Föstudagur 26.08.2011 - 12:39 - FB ummæli ()

Einn, tveir, þrír, allir í takt!

Þegar ég var ungur voru ungir sjálfstæðismenn stundum með stjálfstæðistilburði gagnvart forystu Sjálfstæðisflokksins.

Þeir voru gjarnan róttækari en hin gamalgróna forysta, og vildu ganga lengra í frjálshyggjuátt.

„Báknið burt!“ og allt það.

En altént virtust þeir ungu sjálfstæðismenn telja sjálfsagt að ekki væru allir alltaf 100 prósent sammála í Sjálfstæðisflokknum.

Núna bregður svo við að núverandi kynslóð af ungum sjálfstæðismenn er svo sauðholl flokksforystunni að hinir ungu krefjast þess að þeir þingmenn sem ekki marséra orðalaust í takt við Davíðsarminn í ESB-málum skuli bara hypja sig úr flokknum.

Eða „íhuga stöðu sína“ eins og það heitir nútildags.

Er ekki dálítið illa komið fyrir sjálfstæðum skoðunum í Sjálfstæðisflokknum?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!