Mánudagur 29.08.2011 - 14:34 - FB ummæli ()

Stolnar fjaðrir?

Árni Gunnarsson fyrrum þingmaður hefur sakað Ólaf Ragnar Grímsson um að skreyta sig með stolnum fjöðrum með því að troða upp á Íslandshátíð í Eistlandi, þegar Jón Baldvin Hannibalsson hefði fremur átt að vera þar í aðalhlutverki.

Sjá hér.

Ég er vissulega ekki heitasti aðdáandi Ólafs Ragnars sem finna má á landinu, en þetta finnst mér nú ekki sanngjarnt.

Þarna héldu Eistar sérstaka Íslandshátíð með margvíslegum uppákomum og húllumhæi og buðu forseta Íslands að koma og setja hátíðina.

Hvað átti Ólafur Ragnar að gera?

Segja: „Nei, ég held nú ekki! Ég læt ekki sjá mig en þið skuluð sko bjóða Jóni Baldvin í staðinn.“

Það hefði nú varla gengið.

Hitt er svo annað mál að Jón Baldvin Hannibalsson á allt gott skilið fyrir frumkvæði sitt þegar Eystrasaltsþjóðirnar voru að brjóta sér leið undan hinum deyjandi Sovétríkjunum.

Ég er heldur ekki heitasti aðdáandi hans hér á landi, en í þessu máli stóð hann sig vel. Vafalaust betur en nokkur íslenskur ráðamaður hefur gert á alþjóðavettvangi fyrr og síðar.

Enda veit ég ekki betur en Eystrasaltsþjóðirnar hafi allar gegnum tíðina sýnt honum margvíslegan sóma vegna þessa.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!