Miðvikudagur 07.09.2011 - 16:54 - FB ummæli ()

Borgarstjórinn

Ekki kaus ég Jón Gnarr til borgarstjóra í Reykjavík.

Mig minnir meira að segja að ég hafi skrifað eitthvað á móti honum.

En eigi að síður furða ég mig dálítið á skoðanakönnunum eins og þessari.

Mér finnst nefnilega að Bezti flokkurinn standi sig bara vel við stjórn borgarinnar.

Og einkum hvað snertir heiðarleika og einlægni.

Vissulega hegðar Jón Gnarr sér ekki eins og „venjulegir“ borgarstjórar.

Hann er til dæmis ekki eins flinkur og margir „venjulegir“ stjórnmálamenn við að dulbúa orðið „ég“ í máli sínu.

En við hverju bjóst fólk?

Þó ég sé stundum ekkert himinsæll með allt það sem Jón Gnarr tekur sér fyrir hendur eða segir, þá hefur samt oft hvarflað að mér hvað það sé skemmtileg tilhugsun að borgarstjórinn hér í Reykjavík sé ekki eitthvað pólitísk leirdýr, mótað og alið upp á flokkskontór og kann alla réttu frasana upp á sína tíu fingur, svo það er eins og að hringja í símsvara að hlusta á það fólk tala.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!