Þriðjudagur 20.09.2011 - 15:16 - FB ummæli ()

Er þetta ekki alveg afgerandi?

Fréttin um að 75 prósent þjóðarinnar vilji láta senda nýja stjórnarskrárfrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu gladdi mig, og vonandi fleiri.

Við kvörtum sáran, og því miður oftast með réttu, yfir því að alls ekki nógu margt hafi breyst frá því í hruninu.

En sú aðferð sem notuð var til að skrifa nýja stjórnarskrárfrumvarpið var sannarlega breyting frá fyrri starfsháttum, og til fyrirmyndar í alla staði.

Þetta segi ég ekki af því ég sjálfur átti hlut að máli – þetta var einfaldlega fyrirheit um breytt og ný og lýðræðisleg vinnubrögð.

Burtséð frá því hvort allir eru 100 prósent sáttir við hvern einasta punkt og prik í nýja stjórnarskrárfrumvarpinu.

Það verður bara að koma í ljós, í þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu sem ég ætla að vona að verði nú haldin.

Því er vilji þjóðarinnar ekki alveg afgerandi að þessu sinni?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!