Þriðjudagur 27.09.2011 - 07:06 - FB ummæli ()

Að sjálfsögðu!

Gott er það hve eindreginn og afdráttarlaus utanríkisráðherra vor er í stuðningi sínum við sjálfstæðisyfirlýsingu Palestínumanna.

Sjá hér.

Ekkert fuml og fát, eða undirlægjuháttur við stórveldið í vestri.

Auðvitað er sjálfsagt mál að Ísland styðji sjálfstæðisóskir Palestínumanna, en það hefðu þó ekki allir íslenskir stjórnmálamenn þorað að gera, og allra síst svo afdráttarlaust.

Því er þetta harla gott.

Össur hefur ævinlega verið umdeildur stjórnmálamaður. En í embætti utanríkisráðherra stendur hann sig vel.

Í mínu ungdæmi töldu Íslendingar sér það til hróss að hafa átt sinn þátt í að Gyðingar í Palestínu fengu að lýsa yfir sjálfstæðu ríki 1948.

Af því að Thor Thors fulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum var formaður í nefnd sem annaðist málið að einhverju leyti, ef ég man þetta rétt.

Það er því lágmark að við látum rödd okkar heyrast núna þegar Palestínumenn vilja lýsa yfir sjálfstæðu ríki 63 árum seinna, og það duglega.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!