Miðvikudagur 28.09.2011 - 11:56 - FB ummæli ()

Makalaus ríkislögreglustjóri

Það stendur alveg skýrt í lögum að útboð skulu fara fram þegar kaupa á vörur fyrir ríkið fyrir hærri upphæð en fimm milljónir.

En ríkislögreglustjóri telur að þessi lög gildi ekki um sig.

Hann segir að „ógerlegt hefði verið að fara að ýtrustu lögum“ í málinu.

Sjá hér.

Þessi málflutningur er algjörlega makalaus.

Vissulega er þetta ekki óalgengt viðhorf á Íslandi, það verður að viðurkennast.

En þessi maður er ríkislögreglustjóri, for crying out loud!!

Einhvern veginn grunar mig að óbreyttir lögreglumenn eigi ansi oft eftir að heyra þetta á næstunni þegar þeir reyna að koma í veg fyrir lögbrot.

„Ja, því miður, mér var bara ógerlegt að fara að ýtrustu lögum í þessu efni.“

Það verður fróðlegt, skulum við segja, að fylgjast með því hvort ríkislögreglustjóri kemst upp með þetta!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!