Föstudagur 30.09.2011 - 10:08 - FB ummæli ()

Hundur gengur laus

Núna rétt fyrir klukkan tíu hjólaði ég meðfram gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu.

Þá kom svartur hundur hlaupandi á spretti út úr kirkjugarðinum, yfir Hringbrautina og hvarf inn á Melana.

Hann var með ól en bersýnilega búinn að týna eiganda sínum, því hann var í öngum sínum.

Það munaði aðeins örlitlu að hann yrði fyrir bíl á Hringbrautinni því hann æddi umhugsunarlaust út á götuna.

Ég kann ekki hundategundir, en þetta var var allstór hundur.

Eins og Ísleifur langafi minn orti af öðru tilefni:

„Komi nú og hirði hundinn,

hver sem á hann.“

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!