Sunnudagur 30.10.2011 - 14:40 - FB ummæli ()

Maðurinn sem vann Fischer

Sumarið 1972 var ég í sveit á Ströndunum. Heimsmeistaraeinvígið í skák fór þess vegna algjörlega framhjá mér, ég vissi varla hvað var á seyði.

Nú bregður svo skemmtilega við að tvær glæpasögur koma út næstu dagana þar sem heimsmeistaraeinvígið er í bakgrunni viðburða.

Arnaldur Indriðason gefur út sína bók sem heitir Einvígið, og Óttar M. Norðfjörð er með bók sem heitir Lygarinn.

Arnald þekkjum við öll, en Óttar hefur verið  vaxandi reyfarahöfundur hér á landi, og margir munu vafalaust hafa gaman af að bera þessar bækur saman.

Útgefandi Óttars hefur nú vakið athygli á skemmtilegri staðreynd.

Árið 1962, áratug fyrir einvígið við Spassky í Laugardalshöllinni, þá tefldi hinn ungi snillingur Bobby Fischer fjöltefli í Kaupmannahöfn.

Aðeins 41 skákmaður fékk að taka þátt í fjölteflinu við meistarann, og meðal þeirra var ungur íslenskur nemi í arkitektúr, Sverrir Norðfjörð.

Sverrir gerði sér lítið fyrir og vann Fischer, sem ekki var heiglum hent. Hann er því eini Íslendingurinn sem vitað er til að hafi unnið Fischer í skák – þótt í fjöltefli hafi verið. Hinn er vitaskuld Friðrik Ólafsson.

Sverrir er faðir Óttars Norðfjörð, sem nú hefur sem sé skrifað bók um einvígið. Og þegar bókin kemur út á morgun klukkan 5 ætlar Óttar að bjóða gestum og gangandi að tefla í bókabúð Eymundssonar við Skólavörðustíg. Náttúrlega á skákborðinu sem Fischer og Spassky árituðu.

Þetta er lítill heimur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!