Fimmtudagur 24.11.2011 - 13:35 - FB ummæli ()

Félagslegt réttlæti á Íslandi

Ég kann ekki mikil skil á þeim útreikningum sem hér koma fram, eða á hverju er byggt.

En samkvæmt þessum erum við Íslendingar með hæstu einkunn í félagslegu réttlæti.

Hærri en allar hinar Norðurlandaþjóðirnar sem koma næstar.

Við erum til dæmis alveg góðum sjónarmun á undan hinum víðfræga og forríka Noregi!

Það er aðeins á þremur sviðum sem við erum ekki í allra fremstu röð – varðandi fátækt gamals fólks, jöfnuð í tekjuskiptingu og mælikvarða sem ég skil ekki alveg en snertir skilyrði ólíklegra kynslóða.

Rétt væri að við reyndum umsvifalaust að bæta okkur á þessum þremur sviðum, þó við séum reyndar ofarlega á þeim öllum.

Einkum og sér í lagi þarf að útrýma fátækt gamals fólks á Íslandi.

En á heildina litið er þetta samt gleðilegur vitnisburður.

Spurning hvað á að gera við svona niðurstöður.

Segja fimmaurabrandara um norræna velferðarstjórn, til dæmis?

Sumir myndu gera það.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!