Föstudagur 25.11.2011 - 21:29 - FB ummæli ()

Halda ró sinni, krakkar mínir, halda ró sinni

Svona inní mér er ég á móti því að í gildi séu lög sem banna tilteknum hópum, til dæmis útlendingum, að eiga eignir á Íslandi.

Ef ég ætti einhvurn pening væri ég alveg til í að eiga eignir um víða veröld, og ekki get ég farið að banna öðru fólki það sem ég vil hafa leyfi til sjálfur.

Um allar eignir eiga náttúrlega að gilda íslensk lög og íslenskt eftirlit en að takmarka eigi eignarhald eftir þjóðernum … nei, ég kem því ekki heim og saman.

Hvort heldur viðkomandi eru frá ESB-ríkjunum eða Sviss eða Kína.

Enda hafa útlendingar sjaldnast verið til vandræða á Íslandi.

Á hinn bóginn kveða núgildandi lög á um þessa mismunun og það er meira að segja tekið fram í núgildandi stjórnarskrá að heimilt sé að takmarka eignarhald útlendinga.

Því er það rétt hjá Ögmundi Jónassyni að erfitt hefði verið að ganga gegn lögunum.

Vissulega er í þeim sömu lögum kveðið á um undanþágur, en það er líka rétt hjá Ögmundi að stærðin á jörðinni sem hér um ræddi er slík að um undanþágur gat vart orðið að ræða.

Þeir sem líta atvinnuuppbyggingu á vegum Kínverja hýru auga geta vissulega sagt sem svo að undanþágu hefði mátt veita vegna mikilvægis málsins, en með svo stórri undanþágu hefðu lögin í raun orðið marklaus – það er alveg rétt athugað.

Réttast væri einfaldlega að taka snöggvast umræðu um það hvort vilji sé til að breyta þessum lögum, og ef svo er, drífa þá í því.

En halda ró sinni fram að því, krakkar mínir!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!