Mánudagur 28.11.2011 - 07:39 - FB ummæli ()

„Foringinn“

Í DV í morgun er frétt um sölu á hlut ríkisins í Íslenskum aðalverktökum, sem fram fór 2003.

Þá hringdi Helgi S. Magnússon einn af hinum víðfrægu reddurum Framsóknarflokksins í einn þeirra sem var að hugsa um að bjóða í hlutinn, og vildi telja hann ofan af því.

Því „[f]oringinn væri búinn að ákveða hver fengi að kaupa hlutinn“.

„Foringinn“ var Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins.

Vitiði, mér er nú ekki klígjugjarnt. En við skulum segja að hvert hár hafi risið á mér þegar ég las þetta í morgun.

Mikið var þetta ömurlegur tími í Íslandssögunni, þegar spillingin var svona hrottaleg.

„Foringinn“ Halldór Ásgrímsson – ja, ekki nema það þó!

Við þurfum að leggja okkur öll fram til að tryggja að þessir tímar komi aldrei aftur – þegar „foringjar“ réðu öllu í samfélaginu, bæði bak við tjöldin og svosem líka fyrr opnum tjöldum.

Það eru aðeins tvær vikur síðan 1.600 manna landsfundur Sjálfstæðisflokksins grét það fögrum tárum að enn meiri „foringi“ en Halldór skyldi hafa verið „hrakinn“ úr embætti Seðlabankastjóra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!