Þriðjudagur 20.12.2011 - 20:56 - FB ummæli ()

Eru listamenn studdir „út í eitt“, já?

Handboltalandslið kvenna stóð sig um daginn framar öllum vonum á heimsmeistaramótinu í Brasilíu.

Gott hjá þeim, og til lukku!

Á hinn bóginn vakti athygli að þegar fyrirliði liðsins fór í viðtal eftir síðasta leikinn var henni efst í huga að kvarta yfir algjöru peningaleysi íþróttahreyfingarinnar.

Á meðan listamenn væru studdir „út í eitt“.

Nú hefur Pawel Bartoszek kannað málið á sinni ágætu vefsíðu, PabaMaPa. Hvorir fá meiri styrki frá hinu opinbera, íþróttamenn eða listamenn?

Og skemmst er frá því að segja að þegar allt er reiknað hafa íþróttamenn vinninginn.

Skoðið þetta vandlega.

Íþróttamenn fá 14,5 milljarð króna, listamenn 12,7.

Þá er það á hreinu.

Ég held reyndar að það mætti alveg reikna stuðninginn við íþróttahreyfinguna hærra, því fá ekki íþróttamenn stærstan hluta af lottó-peningunum með sérstöku leyfi frá hinu opinbera? Ekki veit ég til að listamenn njóti góðs af því.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!