Mánudagur 30.01.2012 - 12:15 - FB ummæli ()

Betra er seint en aldrei

Allmargir þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Hreyfingarinnar eru nú að undirbúa tillögu um skipan rannsóknarnefndar sem á að fara yfir einka(vina)væðingu bankanna 1998-2003. Skúli Helgason mun vera þar fremstur í flokki.

Um þetta er aðeins eitt að segja:

Þó fyrr hefði verið!!

Þessi einka(vina)væðing Landsbanka og Búnaðarbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins varð afar afdrifarík og lítill vafi á að þar voru stigin mikil óheillaspor.

Það er í raun fáránlegt að það sé fyrst núna, þremur og hálfu ári eftir hrun bankanna, sem á að fara að skipa rannsóknarnefnd til að velta við öllum steinum í málinu.

En vissulega má segja að betra sé seint en aldrei.

Vonandi verður drifið í málinu, og rannsóknarnefndin sett á laggirnar strax.

Og mikið væri það nú gott fyrir orðstír Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins ef þingmenn þeirra reyndu ekki að þumbast gegn skipan rannsóknarnefndar í málinu – þótt það hafi verið þeirra menn sem báru ábyrgð á öllu klúðrinu.

Já – ef þeir tækju þess í stað fullan þátt í að koma nefndinni af stað.

Það væri heiðarlegt og djarfmannlegt.

En mun það gerast?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!