Þriðjudagur 31.01.2012 - 14:43 - FB ummæli ()

Sökudólgarnir fundnir

Þegar ég var strákur var sú mynd sem maður hafði af Íslandssögunni um 1600-1800 ansi ófögur.

Heimildir í skólabókum gáfu til kynna nánast helvíti á jörð.

Þjóðin alltaf um það bil að drepast úr hungri, vosbúð og kulda.

Og af því þegar ég var strákur þá eimdi enn mjög eftir heimssýn sjálfstæðisbaráttunnar í skólabókum, þá tókst einhvern veginn að koma því inn hjá manni að þetta hefði allt saman verið Dönum að kenna.

Höfðu ekki lífskjör á þjóðveldistímanum verið alveg ágæt, en svo versnað smátt og smátt þegar landsmenn undirgengust Noregskóng á 13. öld – og hrapað niður úr öllu valdi eftir að Danakóngur varð allsráðandi á 16. öld?

Vissulega, en skýringin reyndist þó ekki vera illska og kúgun Norðmanna og síðan Dana – heldur var hana að finna í náttúrunni.

Sjálf lífsskilyrðin höfðu farið að versna mjög um 1300. Veðurfar kólnaði stórlega og langt fram á 18. öld var miklu kaldara en verið hafði aldirnar á undan.

Kuldinn olli mestu um þær hörmungar sem þjóðin gekk í gegnum.

Þegar mynd vísindamanna af þessu varð skýrari var farið að tala um „litlu ísöldina“ sem stóð með fáeinum hléum allt frá 1300 til 1800 – svona um það bil. Og nokkur kuldaskeið enn lengur.

Í veftímaritinu Lemúrnum er nú í dag sagt frá nýjum rannsóknum íslenskra og kanadískra vísindamanna, sem hafa fundið orsökina fyrir „litlu ísöldinni“.

Sökudólgarnir eru fjögur og þó kannski fimm eldgos.

Merki um þau fundust við Hvítárvatn og víðar í og við íslenska jökla.

Nú þarf bara að finna þessi miklu skaðræðiseldfjöll!

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!