Færslur fyrir janúar, 2012

Mánudagur 16.01 2012 - 17:27

Í skrípalandi

Þegar Vigdís Hauksdóttir stökk fram í sviðsljósið til að halda því fram að salthneykslið væri meðvitað samsæri til að „tala niður íslenska landbúnaðarframleiðslu“ og ýmsir urðu víst til að taka undir með henni, þá sannfærðist ég endanlega um að við búum í skrípalandi. Vonandi verða stjórnarslit sem fyrst svo Vigdís fái það ráðherraembætti sem ljóst […]

Sunnudagur 15.01 2012 - 11:02

Leitað að frávísun

Geir Haarde og Baldur Guðlaugsson voru báðir félagar í Eimreiðarhópnum svokallaða sem myndaður var til að hreinsa áru Sjálfstæðisflokksins og innleiða alvörufrjálshyggju í röðum hans eftir áratugamengun frá krötum. Og í leiðinni ætlaði hópurinn að ná völdum í flokknum. Hvorttveggja tókst með miklum bravúr, og þarf ekki að orðlengja það. (Af hverju engin kona var […]

Föstudagur 13.01 2012 - 11:04

Vonirnar sem ekki rættust

Þær miklu vonir sem margir – og þar á meðal ég – bundu við Barack Obama í embætti Bandaríkjaforseta hafa ekki ræst ennþá. Vissulega er stjórn Obama mun skapfelldari en stjórn Bush var, en þó hefur alls ekki nógu margt breyst til að hægt sé að tala um að vonir hafi ræst. Hann hefur til […]

Miðvikudagur 11.01 2012 - 09:28

Ábyrgð

Ég held ég verði að taka undir með Bergsteini Sigurðssyni skríbent Fréttablaðsins í þessari grein hér. Það er mjög undarlegt hvernig vandamál Reykvíkinga í hálkunni og ófærðinni undanfarið hafa snúist upp í gagnrýni á borgaryfirvöld. Ég hef ekki orðið var við annað en viðbrögð borgaryfirvalda hafi verið ósköp hefðbundin og fyllilega sómasamleg við þær aðstæður […]

Þriðjudagur 10.01 2012 - 18:48

Galdrafár eður ei

Ég nenni sjaldnast orðið að taka mjög sterkt til orða. En manni getur nú blöskrað. Á fundi Viðskiptaráðs í morgun virðist Vilhjálmur Bjarnason formaður Félags fjárfesta hafa líkt skattastefnu íslenskra stjórnvalda við galdrafárið á miðöldum þegar fjöldi manns var brenndur á báli. Sjá hér. Ég hef löngum borið virðingu fyrir Vilhjálmi sem oftast er maður […]

Laugardagur 07.01 2012 - 22:12

Dýpra oní skotgrafirnar

Eyjan skýrir hér frá því að von sé á vantrauststillögu gegn ríkisstjórninni þegar þing kemur saman. Nú er það vitaskuld í alla staði heimilt að treysta ekki þessari ríkisstjórn. En stöðugar vantrauststillögur finnst mér vera að verða skot út í loftið. Væntanlega stendur stjórnin af sér vantrauststillöguna, en naumlega þó. Og hverju verðum við þá […]

Miðvikudagur 04.01 2012 - 12:55

Svokallaðir húmoristar?

Forystumenn Sjálfstæðisflokksins eru skrýtnir. Þeir voru við stjórnvölinn á Íslandi samfleytt frá 1991 og undir þeirra stjórn varð fyrst það „góðæri“ sem reyndist vera bóla, og síðar hrunið. Og meðan þeir stýrðu landinu spratt upp allskonar illgresi spillingar og krókamaks. Þetta ættu sjálfstæðismenn að viðurkenna. Við getum aðhyllst hitt og þetta úr stefnu Sjálfstæðisflokksins og […]

Þriðjudagur 03.01 2012 - 11:41

Hvar eru dæmin?

Evrópusambandið, eigum við að tala um Evrópusambandið? Menn segja að það skerði fullveldið að ganga í Evrópusambandið, og vafalítið er það rétt. Í staðinn fá menn að vísu aukin tækifæri til að hafa áhrif á ákvarðanir um málefni sem sig snerta – en látum þá umræðu bíða. Viðurkennum bara að innganga í Evrópusambandið skerði á […]

Mánudagur 02.01 2012 - 11:01

Slakið á!

Vefmiðlar eru þegar byrjaðir að birta skoðanakannanir um hverjir gætu orðið forseti Íslands. Ég ætla að biðja þá þess lengstra orða að slaka á. Það er hálft ár þangað til kosningar fara fram. Tilhugsunin um stöðugar fréttir í hálft ár um þetta embætti og þrotlausa kosningabaráttu er lítt bærileg. Leyfum fólki að hugsa það í […]

Sunnudagur 01.01 2012 - 13:33

Meira

Ólafur Ragnar Grímsson ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta í fimmta sinn. Ekki þó til að setjast í helgan stein. Heldur til að taka MEIRI þátt í þjóðfélagsumræðunni.

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!