Færslur fyrir febrúar, 2012

Miðvikudagur 08.02 2012 - 11:51

Eru engir speglar í innanríkisráðuneytinu?

Það sem ég dáðist að Helga Seljan Kastljóssmanni í gærkvöldi þegar hann tók viðtalið við Ögmund Jónasson. Hann gerði allt rétt – var vel undirbúinn, hafði ákveðnar spurningar, vissi hvert hann ætlaði og hvikaði ekki frá því. Og þótt hann mætti þarna svo vel smurðum vélbyssukjafti að furðu sætti, þá hélt hann ró sinni, virðingu […]

Miðvikudagur 08.02 2012 - 00:58

Hættum við!

Eina réttlætingin fyrir því að taka þátt í Evróvisjón sönglagakeppninni er að þetta sé græskulaus saklaus skemmtun. Því menningarlegt gildi keppninnar er vitanlega ekki mikið. En græskulaus saklaus skemmtun getur alveg átt rétt á sér – jafnvel þó hún kosti stundum skildinginn, skildinginn sem í raun væri rökréttara að nota í eitthvað gagnlegra. En þegar […]

Þriðjudagur 07.02 2012 - 17:53

Burt með neitunarvaldið

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna reyndi að komast að samkomulagi um tiltölulega útvatnaða en þó nokkuð skýra ályktun sem beint var gegn Assad Sýrlandsforseta sem þessa mánuðina fer hamförum gegn sinni eigin þjóð. Rússar og Kínverjar stöðvuðu ályktunina með neitunarvaldi sínu í Öryggisráðinu. Afleiðing þess er auðvitað sú að nú telur Assad sig hafa frjálsar hendur til […]

Föstudagur 03.02 2012 - 17:11

Ekki þó ég hefði reynt

Ég er nú – eins og ég þreytist seint á að taka fram – ekki mjög reikningsglöggur maður, og bókhald leikur ekki í höndunum á mér. En ég get þó fullyrt að ef einhver hefði haft vit á því að skipa mig yfir lífeyrissjóðina, þá hefði mér ekki tekist að tapa 479 milljörðum á tveimur […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!