Föstudagur 23.03.2012 - 07:47 - FB ummæli ()

Réttlæti Einars Benediktssonar

Olíufélögin höfðu ólöglegt samráð, það er ljóst.

Forsvarsmenn þeirra – þar á meðal Einar Benediktsson forstjóri Olís – frömdu þar af leiðandi glæp.

Ekki veit ég hvernig hægt er að orða það öðruvísi.

Á grundvelli meints klúðurs við rannsóknina telur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hins vegar að fella verði úr gildi niðurstöðu Samkeppnisstofnunar um háar sektir olíufélaganna.

Kannski gat dómarinn ekki annað, ég veit það ekki.

Ég ætla þó að vona ekki. Ég ætla rétt að vona að Hæstiréttur snúi þessum hlálega úrskurði við.

En burtséð frá því – þá var eitt hraklegast af öllu.

Þegar Einar Benediktsson forstjóri Olís vogaði sér í gær að kalla niðurstöðu héraðsdómarans „réttlæti“.

Fyrir nokkrum árum var hinu fallega orði frelsi rænt af mönnum sem vildu nota það til að hafa frjálsar hendur til að græða pening.

Nú á sem sagt ekki aðeins að beita hinni rómuðu lagatækni til að sleppa billega þrátt fyrir augljóst brot, heldur á líka að kalla það „réttlæti“!

Ja, svei, Einar Benediktsson!

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!