Föstudagur 30.03.2012 - 16:37 - FB ummæli ()

Birgitta

Fram til 2009 er ég ekki viss um að margir hefðu látið sér detta í hug að Birgitta Jónsdóttir ætti mikið erindi á Alþingi.

Fyrirfram hefði ég að minnsta kosti ekkert endilega búist við því.

En burtséð frá því hvort ég er alltaf hundrað prósent sammála öllu sem Birgitta talar fyrir í hinni daglegu pólitík á þingi, þá verð ég að segja að hún hefur komið mér mjög þægilega á óvart.

Og er satt að segja ein af alltof fáum þingmönnum sem það má segja um.

Og hún er nú orðin lifandi sönnun þess að fleiri eiga erindi á Alþingi en ungliðar stjórnmálaflokkanna, félagsmálatröll og lögfræðingar.

Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá að hún er farin að spila alvöru rullu í baráttu gegn ritskoðunartilburðum okkar Stóru bræðra á alþjóðavísu.

Því hefði maður kannski ekki búist við, en Birgitta stendur sig með sóma.

Sjá til dæmis hér.

Hún er manneskja sem vill vel og leggur sig fram af einlægni um að koma hugsjónum sínum í framkvæmd. Og þó vottar ekki fyrir framhleypni eða sjálfsumhyggju.

Nú er svo komið að mér þykir betra að vita af Birgittu Jónsdóttur á þingi en ansi mörgum öðrum þingmönnum.

Furðumönnum eins og þessum, eða þvörgurum eins og þessum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!