Færslur fyrir mars, 2012

Miðvikudagur 21.03 2012 - 19:50

Líttu til framtíðar, Bjarni

Heyrði ég rétt? Var einhver þingmaður í pontu á Alþingi að tala um nauðsyn þess að rannsaka hrunið og sér í lagi hina stórfurðulegu fjárveitingu Seðlabankans til Kaupþings bókstaflega kortéri fyrir hrun? Fjárveitingu sem virkar nánast glæpsamleg ef það er rétt sem menn héldu fram fyrir landsdómi að þá hafi löngu verið orðið ljóst að […]

Laugardagur 17.03 2012 - 22:10

Rökhugsun frá Ástralíu

Á Facebook rakst ég af tilviljun á síðu sem heitir Raunfélagið. „Tilgangur Raunfélagsins“ – segir á síðunni – „er að miðla vísindalegri þekkingu og fletta ofan af hjáfræðum. Skal það vernda vísindalega þekkingarfræði og menntun fyrir gervivísindum, kukli og söluskrumi.“ Þetta er göfugt markmið. Á síðunni er nú linkur á svipaða síðu útlenska, þar sem […]

Laugardagur 17.03 2012 - 18:29

Pólitísk grafskrift Geirs í Mogganum?

Var Morgunblaðið (les=Davíð Oddsson) að hæðast að Geir Haarde í dag? Ég les nú Moggann ekki oft en rakst á hann áðan og fletti honum, og lokadagur Landsdómsréttarhaldanna tók að sjálfsögðu mikið pláss í blaðinu. Og víst voru þar margir dálksentímetrar lagðir undir vörn Geirs. En lokaniðurstaðan – fyrirsögnin sem náði yfir næstum heila opnu […]

Mánudagur 12.03 2012 - 15:34

„Munt þú krefjast gæsluvarðhalds …?“

Fyrst ég er farinn í dag að halda hér úti hálfgerðri „fréttir af Facebook“, þá er best að halda því áfram um stund. Gunnar Smári Egilsson svarað nefnilega vangaveltum Hallgríms Helgasonar um að fréttamenn hefðu átt að spyrja Davíð Oddsson hvassar eftir vitnaleiðsluna í Landsdómi, svona: „Fréttamennirnir hefðu ekki átt að spyrja DO neins eftir […]

Mánudagur 12.03 2012 - 13:31

Fréttamenn í hnotskurn?

Hallgrímur Helgason rithöfundur vakti á Facebook áðan athygli á þessu viðtali hér við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur eftir að hún hafði borið vitni fyrir Landsdómi. Þetta er ágætt viðtal, fréttamennirnir spyrja skynsamlegra spurninga og svör Ingibjargar Sólrúnar eru skilmerkileg. Hallgrímur benti hins vegar á hve ólík hegðun fréttamannanna var þegar Davíð Oddsson hafði gefið sinn vitnisburð. […]

Mánudagur 12.03 2012 - 07:38

Opinberið vitnisburðina

Það undarlega uppátæki að sýna ekki beint frá Landsdómi hefur þegar valdið furðu í samfélaginu. Hugsanlega má skýra það með vangá dómaranna, þeir hafi einfaldlega ekki áttað sig á að slíkur stórviðburður ætti erindi til almennings. En sé það í alvöru ætlunin að láta ekki skrifa upp vitnisburði og gera þá síðan ekki aðgengilega fyrir […]

Föstudagur 09.03 2012 - 20:14

Klénn klúbbur

Það má vel bera virðingu fyrir því ef fólk reynir að hlífa gömlum kunningja og samstarfsmanni frá því að hljóta skömm í háttinn, en ég veit ekki hvaða gagn Jóhanna Sigurðardóttir telur sig gera Geir Haarde með því að halda því fram að hann hefði ekkert getað gert árið 2008 til að afstýra bankahruninu. Hann […]

Miðvikudagur 07.03 2012 - 16:45

Vill einhver hafa samband við Mervyn King?

Hérna er að finna mjög góða samantekt Ingimars Karls Helgasonar á einu gríðarlega mikilvægu atriði í aðdraganda hrunsins. Mervyn King seðlabankastjóri Bretlands neitaði Íslendingum um peníng en bauð einlæglega fram aðstoð sína við að vinda ofan af íslenska bankaerfinu í apríl 2008. Í bréfi til Davíðs Oddssonar. Davíð afþakkaði aðstoðina. Hann sagði að íslensku bankarnir […]

Miðvikudagur 07.03 2012 - 14:24

Spilling!

Það er ástæða til að vekja athygli á nýrri Facebook-færslu Helga Seljan: „Úr fréttum RÚV í vikunni: „Ráðherra í ríkisstjórn Jens Stoltenberg í Noregi sagði af sér í dag. Hann veitti ungliðahreyfingu flokkks síns ráuneytisfé. eftir að hafa brotið reglur um fjárstuðning við eigin flokk. Óvíst er hve lengi ríkisstjórnin heldur meirihluta á þingi.“ Árið […]

Mánudagur 05.03 2012 - 19:42

Hvernig getur Geir sagt þetta?

Hvernig getur Geir Haarde sagt að hann hafi varla veitt athygli stofnun Icesave-reikninga í Hollandi sumarið 2008, fimm mínútum fyrir hrun? Reikninga sem áttu eftir að verða okkur heldur betur dýrir! Ég tók eftir því þegar reikningarnir fóru af stað, og man að ég hugsaði með mér: Nú, þá er nú Landsbankinn varla mjög illa […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!