Mánudagur 09.04.2012 - 17:41 - FB ummæli ()

Öskrið

Alltaf öðruhvoru þegar ég á stund aflögu dettur mér í hug að nú verði ég að fara að taka til í tölvunni minni.

Inní henni er mýgrútur skjala af öllu tagi og því miður lítið system á galskapinu.

Megninu af því sem skrifað er í þessi skjöl er ég löngu búinn að gleyma, og líka full ástæða til.

Þó finn ég öðruhvoru eitthvað skemmtilegt.

Í dag fann ég svolítið skjal sem ég hef skrifað mér til minnis 3. ágúst 2002 en síðan gleymt.

Það er svolítið södt.

„Sonur minn [sem þá var nýorðinn þriggja ára] var á leið í sund á laugardagsmorgni og skyndilega umturnaðist hann og var með eintóm læti og leiðindi svo nánast þurfti að neyða hann í utanyfirfötin sína og svo draga hann háöskrandi út í bíl.

Úti í bíl stilltist hann mjög fljótlega og sagði síðan upp úr eins manns hljóði:

„Pabbi, ég er hættur að öskra.“

„Jæja?“

„Já. Öskrið er farið úr mér.“

„Það var nú gott. En af hverju var öskrið í þér?“

„Það veit ég ekki. Það var eitthvað rugl í mér.““

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!