Miðvikudagur 11.04.2012 - 07:53 - FB ummæli ()

Ógleymanleg fjölskylda

Ég sé á auglýsingum að sýningum á Dagleiðinni löngu fer nú fækkandi í Þjóðleikhúsinu.

Ég ætla því að leyfa mér að hvetja fólk til að drífa sig.

Þetta leikrit Eugene O´Neill er heilmikið fjölskyldudrama og alveg sérstaklega vel skrifað.

Þessi fjölskylda sem þarna velkist um eina langa dagleið í lífinu verður manni ógleymanleg.

Hið sérstaka vandamál fjölskyldunnar er svo fyrirbrigði sem því miður er enn á fullri ferð í fjórða hverju húsi í Reykjavík – og leikritið hefur enn sitt að segja um þetta efni.

Önnur ástæða er fyrir fólk til að missa ekki af þessu: Leikur þeirra fjórmennnga á sviðinu.

Það er eitthvað, eins og börnin segja.

Stórleikur er stundum sagt, en það er kannski ekki rétta orðið, því þarna eru leikarar sem geta gert mikið með hinu smáa.

Svo er náttúrlega þýðingin alveg hreint snilldarleg en það er önnur saga!!

Drífið ykkur – hér er leikhúsið.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!