Mánudagur 16.04.2012 - 11:00 - FB ummæli ()

Snöggur að hugsa Steingrímur

Steingrímur J. Sigfússon er snöggur að hugsa.

Fallegt dæmi um það mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 fyrir helgina þegar hann var spurður um þá beiðni Evrópusambandsins að eiga aðild að dómsmálinu gegn Íslendingum sem sprottið er vegna Icesave-málsins.

Steingrímur er ósáttur við þá beiðni eins og fleiri andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu, þó erfitt sé að tengja þau tvö mál saman í reynd.

En lítið nú á hvað Steingrímur er fljótur að hugsa.

Evrópusambandið er sem sagt gengið í lið með –

Já, hverjum?

Þarna mætti búast við að Steingrímur héldi áfram og segði „… í lið með Bretum og Hollendingum …“ eða „… óvinum Íslendinga …“ eða jafnvel „… andskotanum sjálfum!“

En í miðri setningu rennur upp fyrir Steingrími að Evrópusambandið var í raun að biðja um að ganga í lið með Eftirlitsstofnun EFTA.

Því það er sú stofnun sem ákvað að fara í mál við okkur.

Það var ekki Evrópusambandið.

Það voru ekki Bretar og Hollendingar.

Það voru ekki sérstakir froðufellandi fjandmenn vorir!

Það var EFTA – klúbbur sem í eru þrjár þjóðir: Norðmenn, Liechtensteinar og … við!

Í æðstu stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA, sem hóf málareksturinn, situr – ef marka má heimasíðuna – fólk sem ber kunnugleg nöfn eins og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, Ólafur Aðalsteinsson, Hafsteinn Þór Einarsson, Hólmar Örn Finnsson, Sif Konráðsdóttir …

Það rann sem sagt upp fyrir Steingrími í miðri setningu að það var þetta fólk í ESA og okkar góðu vinir í EFTA – Norðmenn og Liechtensteinar – sem Evrópusambandið „gekk þarna formlega í lið með“.

Og honum fannst það greinilega ekki hljóma nógu sterkt.

Ekki nógu hættulegt.

Svo hann greip leiftursnöggt fram í fyrir sjálfum sér.

Ákvað að sleppa því að taka fram hverjir óvinirnir væru, en setja bara fram fullyrðingu um að þarna væri tekin afstaða gegn Íslandi!

Svona var framhaldið:

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!