Mánudagur 30.04.2012 - 11:38 - FB ummæli ()

Kunnuglegar skammstafanir

Valgerður Bjarnadóttir segir að einhvern næstu daga verði næstu skref í stjórnarskrármálinu ákveðin, sjá hér.

Útlit er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs í haust.

Það er gott.

Atkvæðagreiðslan verður að vísu aðeins ráðgefandi, en ætti að gefa góðar vísbendingar um vilja þjóðarinnar.

Málið lítur sem sagt vel út eftir margvíslegar tafir.

Það er líka mjög gott.

Verði stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs grundvöllur að nýrri stjórnarskrá Íslands, þá mun margt breytast til batnaðar.

Þetta frumvarp hefur mætt furðu mikilli andstöðu, en ég held að þegar upp verður staðið komi í ljós að pólitísk andstaða við ríkisstjórnina, sem kom málinu af stað, hafi vegið þar þyngra en innihald frumvarpsins.

Þar er fullt af atriðum sem geta orðið til bóta í samfélaginu.

Og þar er harla fátt sem þorri þjóðarinnar gæti gert hugmyndafræðilegan ágreining um.

Enda sýnist mér að stuðningur við frumvarpið og tillögur þess sé ríflegur meðal þjóðarinnar.

Sjá hér.

Ég vona að þingmenn Sjálfstæðisflokks eyði nú ekki meiri tíma eða orku í að berjast gegn því að þjóðin fái að segja álit sitt á þessum tillögum.

Þær eru bara alveg prýðilega unnar, þvert oní það sem stríðsherrar Sjálfstæðisflokksins hafa reynt að telja mönnum trú um.

Og þær eru ekki hættulegar neinum – nema kannski örlitlum hópum sérhagsmunaaðila sem skreyta sig kunnuglegum skammstöfunum!

Leyfum þjóðinni að tala.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!