Sunnudagur 20.05.2012 - 21:22 - FB ummæli ()

Dapurlegt

Mér skilst að Sjálfstæðisflokkurinn – og þessir fáeinu bandamenn hans – ætli að halda áfram á morgun, mánudag, málþófi gegn tillögu um að stjórnarskrárfrumvarpið fari í þjóðaratkvæði.

Þetta er satt að segja orðið hryggilegt.

Sjálfstæðisflokkurinn á þrátt fyrir allt langa og merka sögu.

Að hann skuli nú – þegar þjóðin sér loks til lands eftir ólgusjó sem hann og félagar komu okkur í – að hann skuli þá líta á það sem helsta hlutverk sitt að þumbast móti stjórnarskrárfrumvarpi sem getur bara orðið til bóta fyrir þjóðina og stjórnkerfið í landinu.

Ósköp er það trist hlutskipti hjá söguríkum stjórnmálaflokki.

Kristjón afi minn var mikill sjálfstæðismaður.

Af hugsjón.

Sá hefði orðið hryggur við að horfa upp á hvernig komið er fyrir flokknum núna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!