Fimmtudagur 24.05.2012 - 15:54 - FB ummæli ()

Hverjir eru gallarnir?

Alþingi samþykkti um nónbil að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs.

Megin spurningin er sú hvort fólk vilji að frumvarpið verði grundvöllur að nýrri stjórnarskrá, eða ekki.

Svo eru nokkrar spurningar um einstök atriði.

Það er mín einlæg trú að þetta geti orðið þjóðinni til góðs.

Ég mun leggja mitt af mörkum til að kynna frumvarpið fyrir þjóðinni þegar þar að kemur.

Og í því sambandi kviknar ein spurning.

Þeir sem eru andsnúnir frumvarpi okkar í stjórnlagaráði tala gjarnan um að frumvarpið hafi vakið mikla andstöðu, það sé voðalega gallað, mótsagnakennt, etc.

Nú hef ég kannað eins vandlega og mér er unnt þau viðbrögð sem frumvarpið hefur fengið, og mér finnst þetta ekki allsendis rétt.

Jújú – allskonar athugasemdir hafa komið fram, en ég get ekki séð að þær snúist um mjög stórvægileg atriði.

Oft snúast þær um smekksatriði – einn vill hafa þetta svona, annar hinsmegin, og báðir geta haft sitthvað til síns máls.

En það felur ekki endilega í sér raunverulega galla á frumvarpinu sjálfu, eða missmíði á strúktúr þess.

Athugasemdir sem lúta á alvarlegum strúktúr-göllum man ég ekki eftir að hafa séð..

Mig langar því að biðja fólk að hjálpa mér.

Bendið mér á alvarlega galla á frumvarpinu.

Ég mun þá taka tillit til þeirra ábendinga þegar ég fer að kynna frumvarpið.

Athugið að ég er í bili að eingöngu að biðja um alvarlega galla.

Ekki smekksatriði, og ekki aðfinnslur við framgangsmátann.

Það er annar handleggur.

Nei, ég vil fá ábendingar um eitthvað stórt!!

Missmíði í byggingu, alvarlegar mótsagnir, hugmyndafræðilega  hæpna hluti – etc.

Endilega hjálpið mér að koma auga á slíkt.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!