Laugardagur 09.06.2012 - 09:59 - FB ummæli ()

„Bara“ Árni Johnsen

Ekki eru miklar kröfur gerðar til sumra íslenskra þingmanna.

Þeim leyfist að opinbera fávisku sína, fordóma, vanþekkingu og ranghugmyndir, auk þess sem fyllilega er leyfilegt að móðga heilar þjóðir með einhverjum rugluðum heilaspuna.

Og það þykir ekki taka því að minnast á það, hvorki í fjölmiðlum né af öðrum þingmönnum þegar boðið er upp á svona bull á Alþingi Íslendinga:

„Þýskaland og Frakkland eru þrælabandalög nútímans …“

Ég veit að nú munu ýmsir segja:

„Æi, þetta var nú bara hann Árni Johnsen. Þú veist nú hvernig hann er.“

Já, reyndar veit ég hvernig Árni Johnsen er.

Er það gild afsökun fyrir því að þingmaður fari með ruddalegt rugl eins og þetta?

Hefur þessi maður enga sómatilfinningu?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!