Laugardagur 30.06.2012 - 15:25 - FB ummæli ()

Þetta verður langur dagur

Já, sannarlega óvenjulega langur dagur.

Ekki þó út af forsetakosningunum, þótt væntanlega muni frambjóðendum þykja tíminn lengi að líða áður en úrslit verða kunn.

Nei, laugardagurinn 30. júní 2012 verður lengri en aðrir dagar einfaldlega vegna þess að á miðnætti verður bætt einni sekúndu við klukkuna.

Það er til að vega upp á móti þeirri staðreynd að jörðin er smátt og smátt að hægja ferðina á snúningi sínum um sjálfa sig.

Þetta er sem sé eins konar „hlaupsekúnda“ sem skotið er inn til að raunverulegur snúningur passi við sólarhringinn á klukkunni.

Frá 1972 hefur 25 sekúndum verið bætt inn í sólarhringinn.

Síðast gerðist það 31. desember á hrunárinu 2008.

Og aftur núna.

Þetta verður sem sagt mjög langur dagur.

Prófið að draga andann snöggt þegar klukkan er alveg að ná miðnætti í kvöld.

Það er hin viðbætta stund.

Sjá hér.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!