Færslur fyrir júní, 2012

Föstudagur 08.06 2012 - 01:55

Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst?

Eftir einhverja massífustu auglýsingaherferð í manna minnum og þrotlausan hræðsluáróður stefna sægreifarnir 70 skipum til Reykjavíkur til að sýna styrk sinn með fjöldafundi á Austurvelli. Rútuferðir í boði úr nágrannabyggðunum – og meira að segja ókeypis bjór að því er virðist. (Hvílík misþyrming á heilögum rétti fólks til að mótmæla! Hvílík ömurleg lágkúra!) En eftir […]

Fimmtudagur 07.06 2012 - 23:11

Sláturhús

Ég var á Austurvelli í dag að fylgjast með andófi gegn fundi sægreifanna. Þá kom til mín reiður maður og sagði að ég skyldi ekki voga mér að þykjast hafa vit á þessu, ég hefði alltaf „verið á ríkinu“ og aldrei mígið í saltan sjó. Reyndar eru þær fullyrðingar allar rangar, en látum það liggja […]

Fimmtudagur 07.06 2012 - 14:05

Æ lágkúran

Ef matvörukaupmenn hæfu nú mikla baráttu gegn vörugjaldi, þá mundi aldrei hvarfla að þeim að beita fyrir sig í baráttunni starfsfólkinu í verslunum þeirra, og hvað þá fjölskyldum þess. En þetta láta sægreifarnir sig hafa, og þetta láta sjómenn yfir sig ganga. Æ lágkúran!

Miðvikudagur 06.06 2012 - 00:26

Sjómaður stígur fram

Aldrei þessu vant ætla ég að birta hér í heilu lagi blogg eftir annan mann. Birgi Kristbjörn Hauksson. Hann bloggar hér, en ég ætla að leyfa mér að birta pistilinn hans (hef reyndar ekki beðið um leyfi, vona að það fyrirgefist). Ég bætti inn slatta af greinaskilum til að pistillinn verði auðlæsilegri. Pistillinn hefur fyrirsögnin „Sjómaður […]

Sunnudagur 03.06 2012 - 15:21

Kappræður

Kappræður forsetaframbjóðenda? Jahá. Af hverju eiga forsetar endilega að vera ofsalega góðir í kappræðum?

Laugardagur 02.06 2012 - 14:45

Yfirlýsing um þjóðaratkvæðagreiðslu

Alltaf hefur legið ljóst fyrir að aðildarsamningur að ESB verður borinn upp til þjóðaratkvæðis. Það hefur ekki hvarflað að nokkrum manni að gera annað. Þó formlega verði sú atkvæðagreiðsla víst ekki bindandi, þá munu þingmenn að sjálfsögðu greiða atkvæði eins og þjóðin hefur boðið. (Þeir einu sem hafa lýst því yfir að þeir muni ekki […]

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!