Mánudagur 09.07.2012 - 14:59 - FB ummæli ()

Meira hneykslið, maður!

Mér skilst að nú séu menn að rífast yfir því að borgarstjórn Reykjavíkur láti ekki slá grasið á umferðareyjum nógu oft, og njóli sé sums staðar farinn að festa rætur.

Það er nú meira hneykslið, maður!

Það vill svo til að ég er farinn að hjóla svolítið um Reykjavíkurborg upp á síðkastið.

Og það skal tekið skýrt fram að það pirrar mig akkúrat ekki neitt þótt ég sjái óslegið gras, enda er ég ekki bóndi.

Og njólar finnst mér ólíkt fallegri en allar þessar andstyggilega ljótu og tilgerðarlegu stjúpur sem hafa af einhverjum ástæðum alltaf verið taldar hámark snyrtimennsku í garðyrkju borgarinnar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!