Laugardagur 14.07.2012 - 12:39 - FB ummæli ()

Opið bréf til Ögmundar

Heill og sæll Ögmundur.

Á vefsíðunni dv.is birtist í morgun frétt þar sem segir frá samsæti sem þú munt hafa haldið til heiðurs Karli Sigurbjörnssyni sem nýlega lét af störfum biskups yfir Íslandi.

Sjá hér.

Þar munt þú hafa farið fögrum orðum um Karl og vitanlega ekki annað við hæfi við slíkt tækifæri.

Á hinn bóginn virðist þú líka hafa vikið nokkrum orðum að þeim miklu vandræðum sem íslenska kirkjan hefur átt við að glíma síðustu árin, ekki síst eftir að mál Ólafs Skúlasonar komu fyrst upp á tíunda áratug síðustu aldar.

Fækkað hefur í kirkjunni og mörgum hefur þótt þeir eiga litla samleið með henni.

En samkvæmt frásögn dv.is virðist þú hafa skýrt vandræði kirkjunnar svona:

„Ögmundur sagði „árásargjarna menn“ hafa vegið grimmilega að kirkjunni og rofið samstöðu kirkju og þjóðar.“

Ég trúi því eiginlega ekki að þú hafir sagt þetta.

Enda hlýtur víðsýnn og vel upplýstur maður eins og þú að vita betur en þetta.

Því langar mig að varpa til þín þeirri spurningu hvort ekki hafi örugglega verið rangt eftir þér haft?

Og ef svo ólíklega vill til að þú hafir virkilega sagt þetta, þá væri vissulega fróðlegt að fá að heyra nánari skýringar þínar á þessu.

Með bestu kveðju!

 

– – – – –

 

Það skal tekið fram að það hvarflaði ekki eitt augnablik að mér að blaðamenn DV hefðu haft vitlaust eftir. Þetta orðalag var stílbragð, eins og ég hélt að lægi í augum uppi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!