Laugardagur 21.07.2012 - 20:15 - FB ummæli ()

Svar við skotárásinni: Fleiri byssur!

Hryllingur eins og átti sér stað í bíóinu í Bandaríkjunum mun um stund kveikja umræður um hvort herða eigi lög um byssueign þar vestra, en þær umræður munu fljótt hljóðna.

Byssuframleiðendur eru einhver sterkasti þrýstihópur þar vestra.

Enda voru þeir fljótir af stað þegar fréttist af þessum voðaverkum, og eins og hér sést er þeirra afstaða sú að svona atburðir sýni nauðsyn þess að fjölga enn frekar byssum í amerísku samfélagi.

Því ef hver einasti bíógestur hefði verið með sína eigin byssu hefði einhver þeirra ábyggilega náð að skjóta læknanemann!

Maður er stundum alveg orðlaus yfir hugsunarhætti eins og þessum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rásHleð...

Eingöngu gamlar fréttir!