Þriðjudagur 24.07.2012 - 19:56 - FB ummæli ()

Samstaða nú

Á morgun klukkan þrjú verður fundur á Ingólfstorgi þar sem ætlunin er að lýsa samstöðu með hinni hrjáðu alþýðu Sýrlands. Bashar Assad forseti var lengi framan af talinn fremur hófsamur og hófstilltur stjórnarherra en annað hefur heldur betur komið í ljós. Hann hefur haft ótal tækifæri til að stíga til hliðar og koma á friði, en hefur fótumtroðið þau öll. Fundinum er ætlað að vera örlítið lóð á vogarskálarnar til að sýna hug fólks til ofbeldisins og kúgunarinnar sem Assad beitir. Og vitanlega er fundinum líka stefnt gegn grimmdarverkum uppreisnarmanna sem því miður eru dæmi um, þó uppreisnarmenn komist ekki í hálfkvisti við forsetann að ofstopa. Það er Heimir Már Pétursson sem hefur haft veg og vanda af fundinum, Jóhanna Kristjónsdóttir móðir mín flytur ávarp en sjálfsagt hafa fáir Íslendingar komið oftar til Sýrlands en hún. Einnig verður flutt tónlist.

Ingólfstorg klukkan þrjú á miðvikudag. Mætum öll sem blöskrar ofbeldið í Sýrlandi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!