Laugardagur 25.08.2012 - 21:44 - FB ummæli ()

Ísrael

Ísraelar virka stundum undarleg þjóð. Undanfarin mörg ár hafa þeir kosið yfir sig stjórnvöld sem virðast haldin blindu ofstæki í garð Palestínumanna. En á sama tíma eru listamenn þjóðarinnar að vinna nærfærin og merkileg verk. Ísraelar eiga þó nokkra afar góða rithöfunda, og þeir hafa búið til mjög fínar bíómyndir síðustu ár, þar sem meðal annars er fjallað um Palestínumenn og sambúðina við þá af skilningi og mannviti.

Nú undanfarna daga hef ég svo verið að horfa á sjónvarpsseríuna Hafufim sem sýnd var í Ísrael 2009. Ameríska sjónvarpsserían Homeland er sögð lauslega byggð á þessari ísraelsku seríu, en það þykir mér furðuleg tenging – þessar tvær seríur segja svo ólíkar sögur að það er nánast ekkert sameiginlegt með þeim.

Ég gerði í vetur tilraun til að horfa á amerísku seríuna, en gafst á endanum upp. Skemmst er frá því að segja að ísraelska serían er miklu miklu betra og dýpra verk. Líklega ættu Ísraelar að láta listamenn sína stjórna landinu en ekki stjórnmálamennina.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!