Mánudagur 10.09.2012 - 14:54 - FB ummæli ()

Teboð ungra sjálfstæðismanna

Þetta hérna er eiginlega með töluverðum ólíkindum:

Ungir sjálfstæðismenn ætla sem sé að fara að berjast gegn sósíalisma og hafa fundið andlit hans í því fólki sem sjá má á þessu plakati.

Látum Íslendingana vera. Þeir hafa örugglega sumir ekkert á móti því að vera á þessu plakati.

En að þarna sé einnig að finna Barack Obama Bandaríkjaforseta vekur óneitanlega undrun.

Ungir sjálfstæðismenn telja hann sem sagt hættulegan sósíalista og ætla að berjast gegn því sem hann stendur fyrir með ráðum og dáð. Og þá væntanlega innleiða hugmyndir og hugsjónir Mitt Romneys hér á Íslandi.

Hann ætlar að slá af þann vott að mannsæmandi heilbrigðiskerfi fyrir alþýðu manna, sem Obama tókst að koma á eftir ægilegan slag við Repúblikanaflokkinn.

Hann ætlar að lækka skatta á þá ríku oní helst ekki neitt.

Og þá eru ótaldar skoðanir Romneys á félagslegum málum.

Andstaða hans við réttindi samkynhneigðra – og svo framvegis.

Er þetta sú stefna sem ungir sjálfstæðismenn vilja að taka upp á Íslandi?

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!