Sunnudagur 16.09.2012 - 20:01 - FB ummæli ()

Djúpið

Ég var að horfa á myndina Djúpið eftir Baltasar.

Mikið er þetta fín mynd. Þó hún lýsi afar dramatískum og sorglegum atburðum er hún lágróma og einlæg. Mér virðist sem allir sem störfuðu við myndina hafi unnið sín verk með miklum sóma. Persónurnar eru alvöru fólk. Ólafur Darri er eins og skapaður í hlutverkið, en það er ekkert alltaf nóg – það verður líka að leggja í það sálina. Og það tókst honum.

Og það lukkaðist að láta hafið leika. Klippingar milli nærmynda og víðmynda tókust vel – sem er ekkert alltaf raunin um myndir sem gerast úti á sjó.

Og djúpið sjálft verður líka ein eftirminnilegasta „persónan“.

Ég vona að fólk flykkist í bíó að sjá þessa mynd.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Illugi Jökulsson
RSS straumur: RSS straumur

Tímans rás



Hleð...

Eingöngu gamlar fréttir!